Um Dísu

Ég heiti Bryndís, alltaf kölluð Dísa.

Síðan 2010 hef ég rekið ferðaþjónustu í Skjaldarvík rétt við Akureyri. Á þessum tíma hef ég lært margt nýtt, hvað varða mat, nýtni, umhverfið, gesti og ekki síst hvað varðar starfsfólk og samskipti. Það sem ég hef lært hef ég lært bæði af mistökum, námskeiðum hjá sérfræðingum sem og bara fólkinu í kring um mig.

Því sem betur fer eru nýjir tímar í uppsigligu þar sem fólk deilir því sem það kann. Muniði þá tíma þegar konur tímdu ekki einu sinni að gefa uppskriftirnar sínar :)

Ég fæ endalausar spurningar alla daga um hvernig ég geri hitt og þetta og að geta deilt mínum hugmyndum eða lærdómi finnst mér algerlega magnað því eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að læra eitthvað nýtt sjálf.

Út frá öllum þessum spurningum eru námskeiðin mín hér á þessari síðu hönnuð, ég vildi óska að svona námskeið hefðu verið til þegar ég byrjaði í þessum bransa svo ég hefði geta lært enn hraðar og sloppið við allmörg mistök.

Ég vona svo innilega að ég geti kennt þér eitthvað skemmtilegt og nýtt. 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.