DEKUR ALLA DAGA VINNUSTOFA

LÆRÐU AÐ BÚA TIL ÞÍNAR EIGIN HÚÐVÖRUR

Video Poster Image

Hvað er Dekur alla daga vinnustofa?

 

Á Dekur alla daga vinnustofunni lærir þú grunn atriði til að geta farið að búa til þínar eigin snyrti/húðvörur úr náttúrlegum hráefnum. 

Við förum yfir helstu hráefnin sem notuð eru og útbúum 5-7 vörur saman, þar sem þú færð að snerta, lykta og upplifa það hversu auðvelt og magnað það er að búa til sínar eigin húðvörur. 

Það er gleði og sköpun í hverju skrefi og að sjálfsögðu færðu að taka heim með þér allar vörurnar sem við búum til.

Frábær samvera fyrir skemmtilega hópa sem langar að fræðast og njóta

Námskeiðið tekur  um 2-3 klst. og fer fram þar sem hópnum hentar, Dísa kemur til ykkar.

VILT ÞÚ KOMA Á ...

DEKUR ALLA DAGA VINNUSTOFU

ER ÞETTA FYRIR HÓPINN ÞINN?

Ef hópnum þínum finnst gaman að vera saman,  læra eitthvað nýtt og langar að verða umhverfisvænni og hugsa vel um líkaman þá er þetta fyrir hann.

Hvernig fer þetta fram:

  • 2-3 klst vinnustofa þar sem ykkur hentar, Dísa kemur á staðinn.
  • Fróðleikur um grunnhráefni til að geta byrjað að gera sýnar eigin vörur.
  • Sýnikennsla á 5-7 snyrti/húðvörum.
  • Allir þátttakendur fá vörurnar sem við gerum með sér heim.
  • Allir þátttakendur fá senda rafbók með öllum formúlunum sem við gerum.

Verð 19.900 kr. á mann, allt hráefni innfalið, fullt af stéttarfélögum greiða niður námskeiðsgjaldið.

10% afsláttur fyrir þá sem staðfesta námskeið í september (ef vinnustofan er haldin fyrir jól)

Lágmark 6 í hóp.

Sendu mér línu á [email protected] til að athuga með lausa tímasetningu.

 

SÝNIKENNSLA

Ég kynni fyrir ykkur þær grunnvörur sem ég nota í snyrtivörurnar og sýni ykkur hvernig ég geri þær, allir fá að sjálfsögðu að snerta, hræra, lykta og prófa.

VÖRUR OG FORMÚLUR

Allir þátttakendur fá vörurnar með sér heim.

Allir þátttakendur fá senda rafbók með öllum formúlunum sem við gerðum ásamt fróðleik.

SKÖPUN OG  SKEMMTUN

Frábær stund fyrir hópa sem langar að eiga skemmtilega stund og fræðast í leiðinni.

Ég er Dísa.

Ég er Dísa, mér finnst best að kynna mig sem hugmyndasmið með áherslu á sköpun og sjálfbærni. Ég elska að læra nýja hluti og deila með öðrum. Ég er menntuð sem grafískur hönnuður, matartæknir og markþjálfi. Í 13 ár rak ég ferðaþjónustu, gistihús og veitingastað. 

Dekur alla daga ævintýrið er eitt af gæluverkefnum mínum sem spratt út frá kynnum mínum við Brynju Birgis snyrtifræðing en saman þróuðum við fullt af formúlum af húðvörum og  gerðum ýtarlegt námskeið út frá því.

„Æðislegt námskeið! get ekki mælt nægilega með“

 
Kristín Björk

"Geggjað snyrtivörunámskeið hjá Dísu Óskars"

 
Hugrún Helga

LAUSIR DAGAR

Endilega heyrið í mér til að athuga með lausar tímasetningar. 

Sendið mér línu á [email protected]

10% afsláttur fyrir þá sem bóka fyrir hópinn sinn í september, (þó svo að vinnustofan sé ekki fyrr en í okt eða nóv)